fim 18. febrúar 2021 05:55
Victor Pálsson
Evrópudeildin í dag - Ensku liðin mæta til leiks
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög snúa aftur til leiks í Evrópu í kvöld þegar 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast.

Tottenham og Manchester United eiga sína leiki klukkan 17:55 en í fyrri viðureigninni spila þau bæði erlendis.

Leikur Man Utd við Real Sociedad fer fram á heimavelli Juventus á Ítalíu en leikurinn var færður vegna COVID-19.

Tottenham heimsækir spilar við lið Wolfsberger frá Austurríki en sá leikur er spilaður í Budapest í Ungverjalandi.

Arsenal hefur þá leik klukkan 20:00 og mun leika við Benfica. Sá leikur er spilaður í Róm á Ítalíu.

Fjölmargir fleiri skemmtilegir leikir eru í boði fyrir unnendur og má sjá þá hér fyrir neðan.

Fimmtudagur, 18 febrúar

32-liða úrslit Evrópudeildarinnar:
15:00 Dynamo Kiev - Club Brugge
17:55 Wolfsberger - Tottenham
17:55 Real Sociedad - Manchester United
17:55 Rauða Stjarnan - AC Milan
17:55 Slavia Prag - Leicester City
17:55 Braga - Roma
17:55 Krasnodar - Zagreb
17:55 Young Boys - Leverkusen
17:55 Olympiakos - PSV
20:00 Benfica - Arsenal
20:00 Antwerp - Rangers
20:00 Salzburg - Villarreal
20:00 Molde - Hoffenheim
20:00 Granada - Napoli
20:00 Maccabi Tel Aviv - Shakhtar Donetsk
20:00 Lille - Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner