Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. febrúar 2021 15:01
Elvar Geir Magnússon
Nýr Spánverji í mark Aftureldingar (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Spænski markvörðurinn Tanis Marcellán hefur samið við Aftureldingu.

Þessi 24 ára leikmaður ólst upp hjá Real Sociedad á Spáni.

Tanis kemur til Aftureldingar frá Real Murcia í spænsku C-deildinni þar sem hann hefur verið undanfarið tvö og hálft ár en hann var fyrirliði liðsins fyrri hlutann á núverandi tímabili.

„Tanis er væntanlegur til Íslands um helgina. Afturelding býður Tanis hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann í Mosfellsbænum," segir í tilkynningu Aftureldingar.

Spænski markvörðurinn Jon Tena sem hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar kemur ekki aftur til félagsins vegna meiðsla og mun því landi hans fylla skarðið.

Afturelding hafnaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner