Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. febrúar 2021 06:00
Victor Pálsson
„Pepe hefur tekið miklum framförum"
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe hefur tekið miklum framförum síðustu tvo mánuði að sögn Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Pepe hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliði Arsenal undanfarið og hefur byrjað fjóra af síðustu fimm leikjum.

Alls hefur vængmaðurinn aðeins byrjað átta leiki í deildinni en hann kom frá Lille fyrir 72 milljónir punda árið 2019.

„Pepe hefur átt nokkra mjög góða leiki og skorað mikilvæg mörk og ég held að það hafi hjálpað honum í ensku úrvalsdeildinni miðað við formið sem hann hefur verið í," sagði Arteta.

„Ég hef séð miklar breytingar varðandi hugarfar, hvernig hann kemur á æfingar og leikskilning. Það er rétt að hann hafi spilað meira en aðrir á köflum."

„Hann hefur fengið tækifærin sem aðrir leikmenn sækjastr eftir síðustu tvo mánuði og ég hef séð hann taka miklum framförum."
Athugasemdir
banner