Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. febrúar 2023 15:55
Aksentije Milisic
Lítið fjör í leikjunum í enska - Fyrsta markið kom eftir 42 mínútur
Bernardo skoraði.
Bernardo skoraði.
Mynd: Getty Images

Núna eru í gangi sex leikir í enska boltanum en spilað er í 24 umferð deildarinnar.


Óhætt er að segja að það hefur ekki verið neitt fjör í þessum leikjum til þessa. Þegar 40 mínútur voru búnar af leikjunum sex þá var ekki eitt einasta mark búið að líta dagsins ljós.

Það var á 42. mínútu sem fyrsta markið kom í þessum sex leikjum og var þar að verki Portúgalinn Bernardo Silva. Hann skoraði þá frábært mark gegn Nottingham Forest með skoti fyrir utan teig.

Keylor Navas stendur í rammanum hjá Forest en hann kom engum vörnum við. Jack Grealish átti stoðsendinguna.

Staðan er hins vegar markalaus í fjórum leikjum af sex. Everton hefur tvívegis komist nálægt því að komast í forystu gegn Leeds en gestirnir björguðu á marklínu.

Chelsea hefur ekki verið sannfærandi gegn Southampton og var það James Ward Prowse sem kom botnliðinu í forystu með marki úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.


Athugasemdir
banner