Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. febrúar 2023 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Rotaðist eftir misheppnaða bakfallsspyrnu Mara
Mynd: Getty Images
Skelfing greip um sig undir lok leiks Chelsea og Southampton á Stamford Bridge í dag er Sekou Mara reyndi við bolta í teig heimamanna.

Á 74. mínútu leiksins voru gestirnir í sókn. Boltinn datt inn í teig Chelsea og þar sá Mara tækifæri til þess að leika listir sýnar og stökk hann því upp og reyndi klippu en misreiknaði staðsetningu boltans og sparkaði því af krafti í andlitið á Cesar Azpilicueta.

Spánverjinn rotaðist um leið og stöðvaði dómarinn leikinn. Læknar Chelsea voru fljótir að huga að Azpilicueta en hann var síðan færður með börum, í sjúkrabíl og á næsta spítala. Mara fékk gula spjaldið.

Azpiliueta er kominn aftur til meðvitundar og er líðan hans betri en þetta atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner