Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þróttur Vogum sækir fjóra nýja leikmenn
Stefán Jón Friðriksson
Stefán Jón Friðriksson
Mynd: Keflavík

Þróttur Vogum er svo sannarlega byrjað að styrkja sig fyrir átökin í 2. deild á næstu leiktíð.

Fjórir nýir leikmenneru mættir á svæðið og eru komnir með leikheimild fyrir fyrsta leikinn í Lengjubikarnum í dag.


Þróttur hefur fengið Stefán Jón Friðriksson á láni frá Keflavík en hann er 18 ára miðjumaður og var fyrirliði 2. flokks Keflavíkur sem vann B deildina síaðsta sumar.

Hann á að baki tvo leiki fyrir Keflavík í efstu deild.

Haukur Leifur Eiríksson er genginn til liðs við Þrótt en hann hefur verið hjá liðinu síðustu tvö tímabil á láni frá FH. Hann hefur spilað 38 leiki með Þrótti í deildarkeppni síðustu tvö ár.

Andrés Már Kjartansson fæddur árið 2005 er uppalinn í HK en spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki með Ými í fjórðu deildinni á síðustu leiktíð, hann tekur nú slaginn með Þrótti í 2.deild næsta sumar.

Þá eru Kári Sigfússon og Markús Máni Jónsson komnir frá Elliða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner