Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Takið þessa daga frá
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi fyrir leik með landsliðinu.
Gylfi fyrir leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er að ganga í raðir Víkings frá Val. Það hefur heldur betur myndast dramatík í kringum þessi skipti en formaður Vals hefur sakað Gylfa um vanvirðingu gagnvart liðsfélögum sínum og félaginu.

Víkingur og Breiðablik lögðu fram tilboð í Gylfa sem voru samþykkt, en Víkingur er að hafa betur í baráttunni.

Þessar fréttir auka spenninginn fyrir Bestu deildina sem hefst í byrjun apríl.

Og innbyrðis leikir þessara þriggja liða verða núna enn áhugaverðari, svo sannarlega og má búast við miklum fjölda áhorfenda á þá alla og kannski þá sérstaklega leik Vals og Víkings sem fer fram eftir rúma tvo mánuði á Hlíðarenda.

Þetta eru leikdagarnir:

28. apríl, Valur - Víkingur R. (Valsvöllur)
1. júní, Breiðablik - Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
20. júlí, Víkingur R. - Valur (Víkingsvöllur)
31. ágúst, Víkingur R. - Breiðablik (Víkingsvöllur)

Þetta er auðvitað með fyrirvara um breytingar en öll þessi lið eru í Evrópukeppni. Svo má gera ráð fyrir því að þau mætist þrisvar, að þau verði öll í efri hlutanum þegar deildin skiptist eftir 22 leiki.
Athugasemdir
banner
banner