Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 12:00
Aksentije Milisic
Barcelona vill fá Dalot ef Cancelo kemur ekki
Dalot og Ronaldo fagna marki.
Dalot og Ronaldo fagna marki.
Mynd: EPA

Spænsku risarnir í Barcelona hafa verið orðaðir við Joao Cancelo, leikmann Bayern Munchen, en hann er á láni hjá þýska liðinu frá Manchester City.


Cancelo var einn besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en á þessu tímabili fékk hann ekki mörg tækifæri hjá Guardiola og var sagður vera með slæmt hugarfar. Hann var því látinn fara á lán til Bayern.

Þar byrjaði hann vel en er nú einnig kominn á bekkinn líkt og gerðist hjá City. Barcelona vill fá kappann á láni frá Man City fyrir næsta tímabil en enska félagið vill selja Portúgalann. Náist ekki samkomulag um Cancelo þá eru Börsungar sagðir horfa til Diogo Dalot, bakvörð Manchester United.

Dalot hefur tekið miklum framförum hjá United síðan Erik ten Hag tók við liðinu og hefur hann spilað marga leiki á þessu tímabili og staðið sig vel.

Hann sneri hins vegar til baka meiddur frá Heimsmeistaramótinu í desember og síðan þá hefur Aaron Wan-Bissaka gripið tækifærið og staðið sig með prýði. Dalot á afmæli í dag en hann er orðinn 24 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner