Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Nunes fékk rauða spjaldið á bekknum - Fékk nóg af dómgæslunni
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Matheus Nunes fékk að líta rauða spjaldið á bekknum hjá Wolves í 4-2 tapi liðsins gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann hafði fengið sig fullsaddan af dómgæslunni í leiknum.

Dómgæslan þótti ansi slök á Molineux-leikvanginum í dag og var það fjórða mark Leeds sem að gerði útslagið.

Marc Roca virtist toga í treyju Adama Traore í aðdraganda marksins áður en Rodrigo skoraði.

Ákveðið var að skoða markið í VAR en dómarateymið sá ekkert athugavert við það sem Roca gerði við Traore og fékk því markið að standa.

Nunes, sem var á bekknum í dag, brjálaðist í kjölfarið að því að markið var dæmt gilt. Hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir og er nú kominn í bann.

Sjáðu rauða spjaldið á Nunes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner