Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Caicedo: Sýndum að við vorum betri en Arsenal
Mynd: EPA
Moises Caicedo, leikmaður Chelsea á Englandi, er ánægður með frammistöðu liðsins í 1-0 tapinu gegn Arsenal og segir að þeir bláu hafi verið betra liðið í leiknum.

Mikel Merino skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik og fengu Arsenal-menn nokkur færi til viðbótar til að skora fyrir hálfleik en nýttu ekki.

Arsenal lá meira til baka í þeim síðari og átti Chelsea í mestu vandræðum með að brjóta vörn nágranna sinna á bak aftur.

„Við vorum betri en þeir. Hópur Arsenal hefur unnið saman í sjö ár á meðan við höfum bara unnið saman í tvö ár. Við sýndum að við vorum betri en þeir og það er auðvitað gott,“ sagði Caicedo við ChelseaTV.

Ekvadorinn hefur átt ágætis tímabil með Chelsea en lið hans hefur samt sem áður tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum og eru í 4. sæti deildarinnar, einu stigi á undan Newcastle United, sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner