Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 18. mars 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe ekki hissa á skorti á enskum stjórum
Mynd: EPA
Eddie Howe var fyrsti enski stjórinn til að vinna titil á Englandi síðan Harry Redknapp vann enska bikarinn með Portsmouth árið 2008.

Erlendir stjórar hafa verið sigursælir undanfarin ár. Spánverjinn Pep Guardiola hefur verið mjög sigursæll með Man City undanfarin ár.

Þá er Graham Potter, stjóri West Ham, eini enski stjórinn í úrvalsdeildinni fyrir utan Howe.

„Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta hefur verið svona í dágóðan tíma. Ein af fegurðunum við þessa deild, hvort sem þú sért leikmaður, stjóri eða þjálfari er að hún er með besta fólkið," sagði Howe.

„Það hefur hækkað staðalinn í fótboltanum og þjálfuninni þá eru afleiðingarnar að það opnar tækifæri fyrir alla og það kemur niður á enskum stjórum."
Athugasemdir
banner
banner