Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Glódís á bekknum í tapi á heimavelli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bayern W 0 - 2 Lyon W
0-1 Tabitha Chawiinga ('35 )
0-2 Daelle Melchie Dumornay ('65 )

Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið að kljást við hnémeiðsli að undanförnu. Hún var í byrjunarliðinu um helgina en fór af velli snemma í seinni hálfleik.

Hún var ekki klár í slaginn í kvöld og var á bekknum þegar Bayern spilaði heimaleik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lyon, sigursælasta liði keppninnar.

Lyon var með 1-0 forystu í hálfleik. Lyon fékk hins vegar tækifæri til að ná tveggja marka forystu í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Maria Grohs, markvörður Bayern, varði vítaspyrnu.

Daelle Melchie Dumornay innsiglaði sigur Lyon með marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Seinni leikur liðanna fer fram í Frakklandi þann 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner