Miguel Goncalves er genginn í raðir Dalvíkur/Reynis og verður með liðinu í 2. deild í sumar. Félagið tilkynnir um komu hans í dag.
Goncalves er 25 ára portúgalskur miðvörður sem hafði til þessa spilað allan sinn feril í heimalandinu, og það við góðan orðstír.
Goncalves er 25 ára portúgalskur miðvörður sem hafði til þessa spilað allan sinn feril í heimalandinu, og það við góðan orðstír.
Dalvík/Reynir féll úr Lengjudeildinni í fyrra og verður því í 2. deild í sumar. Hörður Snævar Jónsson tók við sem þjálfari liðsins í vetur.
Komnir
Miguel Goncalves frá Portúgal
Auðunn Ingi Valtýsson frá Þór
Sævar Þór Fylkisson frá KF
Hjörtur Freyr Ævarsson frá KA
Sindri Sigurðarson frá KA
Bjarmi Már Eiríksson frá Þór
Alex Máni Gærdbo Garðarsson frá KF
Farnir
Franko Lalic í Þór
Amin Touiki til Spánar
Abdeen Abdul til Kósovó
Nikola Kristinn Stojanovic í KFA
Matheus Bissi í KFA
Hassan Jalloh til Ástralíu (var á láni frá Grindavík)
Breki Hólm Baldursson í KA (var á láni)
Samningslausir
Aron Máni Sverrisson (2002)
Athugasemdir