Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. apríl 2019 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Meistarakeppni KSÍ: Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni
Hannes Þór byrjar á rauðu spjaldi
Stjörnumenn eru öflugir af ellefu metrunum en þeir unnu Mjólkurbikarinn eftir vítaspyrnukeppni gegn Breiðablik.
Stjörnumenn eru öflugir af ellefu metrunum en þeir unnu Mjólkurbikarinn eftir vítaspyrnukeppni gegn Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Valur 0 - 0 Stjarnan 5-6 eftir vítaspyrnukeppni
Rautt spjald: Hannes Þór Halldórsson, Valur ('45)

Íslandsmeistarar Vals mættu bikarmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og gerðist ekkert marktækt fyrr en rétt fyrir leikhlé. Hannes Þór Halldórsson missti knöttinn til Þorsteins Más Ragnarssonar og braut á honum í kjölfarið til að bjarga marki. Flautuð var aukaspyrna og Hannes fékk verðskuldað rautt spjald.

Hilmar Árni Halldórsson þrumaði spyrnunni í varnarvegginn og fylgdu Stjörnumenn eftir í slá en rangstaða flögguð og flautað til hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn var einnig rólegur þar sem tíu leikmenn Vals sátu aftarlega á meðan Garðbæingar stjórnuðu spilinu.

Stjarnan náði ekki að skapa mikið og ekki tókst Valsörum að vera til vandræða og því blásið til vítaspyrnukeppni eftir frekar tíðindalitlar 90 mínútur.

Vítaspyrnukeppnin var talsvert meira spennandi en leikurinn og skoruðu bæði lið úr fimm fyrstu spyrnum sínum. Stjarnan, sem byrjaði að spyrna, skoraði úr þeirri sjöttu þegar Daníel Laxdal skaut beint á markið og þá var komið að Orra Sigurði Ómarssyni.

Orri, sem er nýkominn heim eftir misheppnaða dvöl hjá Sarpsborg í Noregi, tók þokkalega vítaspyrnu en Haraldur Björnsson gerði vel að verja og tryggja Stjörnunni sigurinn.

Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni með opnunarleik gegn Víkingum á föstudaginn í næstu viku. Daginn eftir mun Stjarnan leika gegn KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner