Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 18. apríl 2021 08:45
Victor Pálsson
Óvíst hvort Mendy spili gegn Chelsea
Það er óvíst hvort Ferlan Mendy verði með Real Madrid sem mætir Chelsea þann 27. apríl í Meistaradeildinni.

Mendy er afar mikilvægur hlekkur í vörn Real en þessi 25 ára gamli leikmaður er að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa.

Real gaf út tilkynningu í gær þar sem greint var frá því að félagið myndi fylgjast vel með gangi mála Mendy sem spilar í vinstri bakverði.

Frakkinn verður frá í um tíu daga en níu dagar eru í að Real spili við Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Mendy verður ekki með Real sem spilar við Getafe í mikilvægum deildarleik í kvöld.
Athugasemdir
banner