Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
banner
   mán 18. apríl 2022 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hetjan Helgi Guðjóns: Hafði ekki hugmynd um það
Fagnar sigurmarkinu
Fagnar sigurmarkinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði sigurmark Víkings gegn FH í opnunarleik Bestu deildarinnar í kvöld. Helgi þekkir það ágætlega að skora mikilvæg mörk fyrir Víking og sagði þjálfari hans, Arnar Gunnlaugsson, að Helgi væri hetja í Víkinni eftir hans framlag á síðasta tímabili.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

Helgi var til viðtals eftir leikinn í kvöld. „Það er gott að ná að klára þetta, við fengum högg í byrjun og vorum smá tíma að koma okkur í gang. Svo þegar við fáum fyrsta markið, frá Ara, þá náum við okkar takti aftur og það var helvíti sætt að ná að sigla þessu heim í seinni."

Kristall Máni Ingason átti fyrirgjöfina á Helga í markinu. Vissi Helgi að hann fengi boltann til sín?

„Já, maður þekkir hreyfingarnar hans og ég var byrjaður að taka hlaupið af fjærstönginni. Síðan kemur boltinn og maður stekkur upp og reynir að fleyta honum áfram."

Helgi var í byrjunarliði Víkings líkt og í leiknum gegn Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ. „Tilfinningin er góð, maður vill alltaf fá að spila og maður reynir að setja pressu á þjálfarann að fá að spila. Maður verður að nýta sénsana þegar maður fær þá og það var gott að ná að setja eitt í dag."

Beint eftir markið var Helgi tekinn af velli. Víkingar voru byrjaðir að undirbúa skiptinguna áður en þeir fengu svo hornið sem Helgi skoraði eftir.

„Ég hafði ekki hugmynd um að það átti að taka mig út af. Það var fínt að fá ferskar lappir inn og ná að sigla þessu. Það var smá skellur, sérstaklega þegar maður var nýbúinn að skora en maður verður bara að taka því."

„Samkeppnin er það sem menn þurfa að vera tilbúnir í. Ef þú ætlar að vera í toppliði þá á ekki að vera hægt að labba bara um og geta ekki neitt en fá samt alltaf að spila. Samkeppnin hjá okkur er þannig að ef menn eru ekki á tánum þá fær næsti að spila,"
sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner