
„Ég er mjög spenntur og mjög glaður að fá tækifærið til að þjálfa Ísland," sagði Age Hareide, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net.
„Ég studdi við bakið á Íslandi á EM 2016 þegar þeir lögðu England að velli. Ég þekki Lars Lagerback vel og veit hversu frábæra hluti hann gerði með liðið."
„Þið eruð með góða leikmenn og ég er mjög ánægður."
Age var sagðist vera hættur að þjálfa þegar hann hætti sem landsliðsþjálfari Danmerkur en hann stýrði svo Rosenborg og Malmö, tveimnur stærstu félögunum á Norðurlöndunum. Eftir að hann stýrði Malmö um stutt skeið á síðasta ári sagðist hann vera hættur á ný en núna er hann mættur aftur til að stýra Íslandi. Hann gat ekki annað en tekið þetta tækifæri.
„Ísland fékk mig til að vilja koma aftur. Það er öðruvísi að þjálfa landslið og félagslið. Þú færð meiri tíma til að undirbúa leikina sem landsliðsþjálfari og það hentar mér betur. Þetta er öðruvísi lífsstíll og ég kann vel við það."
„Ég er mjög bjartsýnn. Ef ég væri það ekki þá myndi ég ekki standa hér með þér," sagði Hareide en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir