Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 18. apríl 2023 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hareide ætlaði að hætta - „Ísland fékk mig til að vilja koma aftur"
Icelandair
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur og mjög glaður að fá tækifærið til að þjálfa Ísland," sagði Age Hareide, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net.

„Ég studdi við bakið á Íslandi á EM 2016 þegar þeir lögðu England að velli. Ég þekki Lars Lagerback vel og veit hversu frábæra hluti hann gerði með liðið."

„Þið eruð með góða leikmenn og ég er mjög ánægður."

Age var sagðist vera hættur að þjálfa þegar hann hætti sem landsliðsþjálfari Danmerkur en hann stýrði svo Rosenborg og Malmö, tveimnur stærstu félögunum á Norðurlöndunum. Eftir að hann stýrði Malmö um stutt skeið á síðasta ári sagðist hann vera hættur á ný en núna er hann mættur aftur til að stýra Íslandi. Hann gat ekki annað en tekið þetta tækifæri.

„Ísland fékk mig til að vilja koma aftur. Það er öðruvísi að þjálfa landslið og félagslið. Þú færð meiri tíma til að undirbúa leikina sem landsliðsþjálfari og það hentar mér betur. Þetta er öðruvísi lífsstíll og ég kann vel við það."

„Ég er mjög bjartsýnn. Ef ég væri það ekki þá myndi ég ekki standa hér með þér," sagði Hareide en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner