Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 18. apríl 2024 18:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alisson: Þá er tilgangslaust að fara út á völlinn
Mynd: Getty Images

Alisson er kominn aftur í makrið hjá Liverpool eftir langvarandi meiðsli.


Hann verður í rammanum í kvöld þegar liðið mætir Atalanta á útivelli en enska liðið tapaði fyrri leiknum 3-0 og á því erfitt verkefni fyrir höndum.

Alisson segir að liðið verði að sýna mun betri frammistöðu en í fyrri leiknum.

„Við erum komnir hingað til að bæta frammistöðuna okkar frá síðasta leik og reyna spila betur sem lið. Við verðum að koma í veg fyrir mistök, þeir eru harðir í horn að taka, tæknilega góðir og taktísklega einnig," sagði Alisson.

„Þeir eru maður á mann út um allan völl og þegar þú spilar gegn því verður maður að vera tilbúinn að leggja hart að sér og hlaupa. Ef þú gerir það ekki er tilgangslaust að fara út á völlinn til að byrja með."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner