
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum fyrr í dag. Viktor Elmar Gautason var einn af markaskorurum liðsins en það var hans fyrsta mark í meistaraflokki.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 Fjölnir
„Ég er mjög ánægður með þetta, heildarframmistaðan var mjög góð. Góður sigur. Markmiðið var að koma inn á og klára þetta fagmannlega."
Viktor skoraði þriðja mark leiksins og lagði upp fjórða.
„Ég á eftir að sjá það aftur. Ég einhvern veginn fékk boltann þarna og táaði hann í gær. Fín stoðsending líka og vel klárað hjá Tuma."
Viktor Elmar sleit krossband á síðasta ári.
„Þetta voru löng meiðsli. Erfiður og krefjandi vetur að baki. Núna loksins að verða heill."
„Ég er örvfættur, góður á boltann, góðar sendingar. Ég er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir