Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. maí 2019 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Andri Rúnar skoraði beint úr aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason var á skotskónum þegar Helsingborg gerði svekkjandi jafntefli í eina leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni.

Helsingborg heimsótti Eskilstuna og komst yfir með marki Andra Rúnars í upphafi seinni hálfleiksins. Markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu. Það má sjá með því að smella hérna.

Þetta er annað mark Andra Rúnars í sænsku úrvalsdeildinni.

Því miður fyrir Andra þá dugði þetta mark ekki til sigurs því Eskilstuna jafnaði á 86. mínútu.

Lokatölur 1-1. Andri Rúnar og félagar í Helsingborg eru í 12. sæti deildarinnar með níu stig eftir 10 leiki. Helsingborg komst upp á síðustu leiktíð og spilaði Andri Rúnar stóra rullu í því.
Athugasemdir
banner