Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 18. maí 2022 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Betis: Bellerin fer aftur til Arsenal
Hector Bellerin
Hector Bellerin
Mynd: Getty Images
Spænski hægri bakvörðurinn Hector Bellerin mun snúa aftur til Arsenal eftir að lánssamningi hans við Real Betis lýkur í næsta mánuði en þetta segir forseti Betis.

Bellerin gerði eins árs lánssamning við Betis í ágúst á síðasta ári og hjálpaði liðinu að vinna spænska konungsbikarinn og koma liðinu í Evrópudeildina.

Bakvörðurinn sagði á dögunum að hann vildi ólmur vera áfram hjá Betis en það verður líklega ekkert úr því.

„Hector er frábær leikmaður afar góð manneskja. Við fengum hann á láni frá Arsenal og nú snýr hann aftur þangað. Við sjáum svo til hvað gerist."

„Það er rétt að hann hefur tilfinningaleg tengsl við allt sem við kemur Betis og svo eru foreldrar hans miklir stuðningsmenn félagsins. Vonandi liggja leiðir okkar saman í framtíðinni," sagði Angel Haro, forseti Betis.
Athugasemdir
banner
banner
banner