Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 18. júní 2018 20:40
Arnar Daði Arnarsson
Björn Bragi: Létum strákana aðeins heyra það
Icelandair
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mið-Ísland hópurinn kom óvænt til Gelendzhik í dag og skemmti þar fyrir bæði landsliðið og síðan fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi allt í boði Vodafone.

Þetta var þó ekki það eina sem þeir félagar gerðu í Rússlandi því að sjálfsögðu voru þeir meðal áhorfenda á leik Íslands og Argentínu síðastliðinn laugardag.

„Upplifunin var auðvitað algjörlega geggjuð, eiginlega óraunveruleg og ólýsanleg. Við vorum Mið-Ísland strákarnir og sátum saman í stúkunni og táruðumst allir enda ekki annað hægt en að hrífast svona svakalega," sagði Björn Bragi einn af meðlimum Mið-Íslands.

„Þetta er eitthvað sem manni óraði ekki fyrir þegar maður var yngri að horfa á HM að Ísland myndi einhverntímann taka þátt og hvað þá að gera svona alvöru hluti. Þetta er í rauninni geggjað."

En hvernig leið honum þegar hann sá boltann í netinu hjá Alfreð Finnbogasyni?

„Eins og ég segi, óraunverulegt. En samt, maður hefur séð þetta svo marg oft áður. Á EM, að vinna England og vinna riðilinn í undankeppni HM og fara á HM. Maður er orðinn of góður vanur, en þetta var geggjað," sagði Björn Bragi sem segir liðið geta farið alla leið.

„Þeir geta orðið Heimsmeistarar ef þeir vilja það. Þeir geta allt, það er bara þannig."

Eins og fyrr segir skemmti Mið-Íslands hópurinn fyrir strákana okkar í kvöld. Björn Bragi neitar því ekki að þeir hafi aðeins gert grín af strákunum í landsliðinu.

„Á hótelinu með þeim með engar myndavélar þá létum við þá alveg aðeins heyra það. Þetta eru menn með húmor fyrir sér þannig þeir höfðu gaman af því þegar við vorum að skjóta aðeins á þá. Þetta var mjög skemmtileg og mikil stemning. Við vorum auðvitað þvílíkt spenntir fyrir því að gera þetta og gaman að sjá hversu mikið þeir voru peppaðir."

Viðtalið í heild sinni við Björn Braga má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner