Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. júní 2021 09:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Neymar færist nær Pele
Mynd: EPA
Brasilía 4 - 0 Perú
1-0 Alex Sandro ('12)
2-0 Neymar ('68)
3-0 Everton Ribeiro ('89)
4-0 Richarlison ('93)

Brasilía átti ekki í miklum vandræðum með Perú þegar þjóðirnar áttust við í Copa America, Suður-Ameríkubikarnum, síðastliðna nótt.

Alex Sandro skoraði af stuttu færi snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir Brasilíu.

Neymar skoraði sitt 68. landsliðsmark um miðbik seinni hálfleiks og er hann núna aðeins níu mörkum frá því að bæta markamet Pele með Brasilíu.

Varamennirnir Everton Ribeiro og Richarlison bættu svo við mörkum undir lokin fyrir Brasilíu sem er á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Brasilía stefnir á að verja Copa America titil sinn.

Perú var að spila sinn fyrsta leik í keppninni en fjögur lið komast áfram í átta-liða úrslit úr tveimur fimm liða riðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner