Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   þri 18. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum vonarstjarna Real Madrid yfirgefur félagið
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Iker Bravo þótti gríðarlega mikið efni fyrir nokkrum árum en er núna samningslaus eftir að hafa mistekist að semja aftur við Real Madrid.

Bravo ólst upp hjá Barcelona og skipti til Bayer Leverkusen sumarið 2021. Þar varð hann yngsti leikmaður sögunnar til að spila keppnisleik fyrir Leverkusen, met sem stóð aðeins í nokkrar mínútur þar til yngri liðsfélagi hans kom inn af bekknum.

Bravo var hjá Leverkusen í eitt ár og á þessu ári skoraði hann 10 mörk í 15 landsleikjum með U17 liði Spánverja. Honum leið ekki vel í Þýskalandi og var því lánaður til Real Madrid sumarið 2022.

Bravo hefur verið hjá Real í tvö ár og leikið með varaliði félagsins, en ákveðið var á dögunum að kaupa ekki táninginn þar sem Real gat ekki lofað honum hlutverki með aðalliðinu.

Bravo er 19 ára gamall og á eitt mark í tólf leikjum með U19 landsliði Spánverja. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Leverkusen en hann vill helst vera áfram á Spáni.

„Ég er að leita að verkefni þar sem ég get fengið mikilvægt hlutverk í liðinu. Ef ég stend mig nægilega vel næstu tvö til þrjú árin þá get ég kannski snúið aftur til Real Madrid," segir Bravo.

„Núna eru Mbappé, Vini, Rodrygo og Jude allir í liðinu svo það er ekkert pláss fyrir leikmenn úr akademíunni."
Athugasemdir
banner
banner