Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   þri 18. júní 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan var fín. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað bara frábær og skemmtilegur leikur. Svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta.“ sagði Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Val í kvöld á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar duttu mjög aftarlega á völlinn eftir að hafa komist yfir í 2-1.

Það er eitthvað sem gerist ómeðvitað. Kannski förum við of snemma í það að reyna að hægja á leiknum og keyra tempóið niður því við hefðum alveg getað keyrt yfir þá. Þetta var vafasamir dómar. Það er ekki gaman að tala um dómgæslu en Niko Hansen átti að fá víti í fyrri hálfleik og þeir fá mjög ódýr víti. Seinna vítið er aldrei víti. Hann ætlar ekki að dæma víti eins og sést á viðbrögðunum hans. Svo láta þeir heyra í sér og þá er dæmt. Svona bara er þetta.

Ingvar sagðist vera búinn að sjá atvikin aftur en hvað hugsaði Ingvar eftir snertinguna?

Ég hugsaði bara að hann væri aldrei að fara að dæma. Ég skil ekki ennþá hvernig hann fær út að þetta sé vítaspyrna. Mér finnst það mjög skrýtið. En það eru fleiri en bara hann. Línuvörðurinn á að sjá þetta. Þetta er ekki neitt neitt. Svona er þetta. Hann dæmdi víti og Gylfi tók tvö frábær víti. Svona er þetta.

Heilt yfir var Ingvar ekki sáttur með dómgæsluna þar sem þeir tóku þrjár stórar ákvarðanir rangar samkvæmt honum.

Ég veit að þeir sé að reyna að gera sitt besta. En í svona stórleik er svakalega dýrt að vera að gera svona mistök. En svona er þetta, fyrir fram hefði ég tekið eitt stig en ekki kannski hvernig leikurinn þróaðist.“

Ingvar telur að umræðan um Víkinga og dómara gæti mögulega haft einhver áhrif á ákvarðanartöku dómarana.

Ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þetta eru tvær, jafnvel þrjár með vítinu sem við áttum að fá, rangar ákvarðanir. Það er kalt á toppnum eins og Arnar hefur nefnt en þá er þetta bara stundum svona.“

Ingvar kom aftur inn í byrjunarliðið í dag eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann segir að það sé auðveldara að koma til baka inn í svona leiki.

Það var frábært að spila í dag. Það er auðveldara að koma til baka í svona leik eftir að hafa verið úti í þrjár til fjórar vikur. Ég er kominn með þrjú til fjögur hundruð leiki undir beltið og þá er þetta ekkert mál. Smá hikst í byrjun en svo bara geggjað að koma inn í svona leiki. Frábær stemning og vonandi verður þetta svona áfram.“ 

Viðtalið við Ingvar má finna í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner