Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 18. júní 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan var fín. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað bara frábær og skemmtilegur leikur. Svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta.“ sagði Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Val í kvöld á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar duttu mjög aftarlega á völlinn eftir að hafa komist yfir í 2-1.

Það er eitthvað sem gerist ómeðvitað. Kannski förum við of snemma í það að reyna að hægja á leiknum og keyra tempóið niður því við hefðum alveg getað keyrt yfir þá. Þetta var vafasamir dómar. Það er ekki gaman að tala um dómgæslu en Niko Hansen átti að fá víti í fyrri hálfleik og þeir fá mjög ódýr víti. Seinna vítið er aldrei víti. Hann ætlar ekki að dæma víti eins og sést á viðbrögðunum hans. Svo láta þeir heyra í sér og þá er dæmt. Svona bara er þetta.

Ingvar sagðist vera búinn að sjá atvikin aftur en hvað hugsaði Ingvar eftir snertinguna?

Ég hugsaði bara að hann væri aldrei að fara að dæma. Ég skil ekki ennþá hvernig hann fær út að þetta sé vítaspyrna. Mér finnst það mjög skrýtið. En það eru fleiri en bara hann. Línuvörðurinn á að sjá þetta. Þetta er ekki neitt neitt. Svona er þetta. Hann dæmdi víti og Gylfi tók tvö frábær víti. Svona er þetta.

Heilt yfir var Ingvar ekki sáttur með dómgæsluna þar sem þeir tóku þrjár stórar ákvarðanir rangar samkvæmt honum.

Ég veit að þeir sé að reyna að gera sitt besta. En í svona stórleik er svakalega dýrt að vera að gera svona mistök. En svona er þetta, fyrir fram hefði ég tekið eitt stig en ekki kannski hvernig leikurinn þróaðist.“

Ingvar telur að umræðan um Víkinga og dómara gæti mögulega haft einhver áhrif á ákvarðanartöku dómarana.

Ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þetta eru tvær, jafnvel þrjár með vítinu sem við áttum að fá, rangar ákvarðanir. Það er kalt á toppnum eins og Arnar hefur nefnt en þá er þetta bara stundum svona.“

Ingvar kom aftur inn í byrjunarliðið í dag eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann segir að það sé auðveldara að koma til baka inn í svona leiki.

Það var frábært að spila í dag. Það er auðveldara að koma til baka í svona leik eftir að hafa verið úti í þrjár til fjórar vikur. Ég er kominn með þrjú til fjögur hundruð leiki undir beltið og þá er þetta ekkert mál. Smá hikst í byrjun en svo bara geggjað að koma inn í svona leiki. Frábær stemning og vonandi verður þetta svona áfram.“ 

Viðtalið við Ingvar má finna í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner