Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 18. júní 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan var fín. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað bara frábær og skemmtilegur leikur. Svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta.“ sagði Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Val í kvöld á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar duttu mjög aftarlega á völlinn eftir að hafa komist yfir í 2-1.

Það er eitthvað sem gerist ómeðvitað. Kannski förum við of snemma í það að reyna að hægja á leiknum og keyra tempóið niður því við hefðum alveg getað keyrt yfir þá. Þetta var vafasamir dómar. Það er ekki gaman að tala um dómgæslu en Niko Hansen átti að fá víti í fyrri hálfleik og þeir fá mjög ódýr víti. Seinna vítið er aldrei víti. Hann ætlar ekki að dæma víti eins og sést á viðbrögðunum hans. Svo láta þeir heyra í sér og þá er dæmt. Svona bara er þetta.

Ingvar sagðist vera búinn að sjá atvikin aftur en hvað hugsaði Ingvar eftir snertinguna?

Ég hugsaði bara að hann væri aldrei að fara að dæma. Ég skil ekki ennþá hvernig hann fær út að þetta sé vítaspyrna. Mér finnst það mjög skrýtið. En það eru fleiri en bara hann. Línuvörðurinn á að sjá þetta. Þetta er ekki neitt neitt. Svona er þetta. Hann dæmdi víti og Gylfi tók tvö frábær víti. Svona er þetta.

Heilt yfir var Ingvar ekki sáttur með dómgæsluna þar sem þeir tóku þrjár stórar ákvarðanir rangar samkvæmt honum.

Ég veit að þeir sé að reyna að gera sitt besta. En í svona stórleik er svakalega dýrt að vera að gera svona mistök. En svona er þetta, fyrir fram hefði ég tekið eitt stig en ekki kannski hvernig leikurinn þróaðist.“

Ingvar telur að umræðan um Víkinga og dómara gæti mögulega haft einhver áhrif á ákvarðanartöku dómarana.

Ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þetta eru tvær, jafnvel þrjár með vítinu sem við áttum að fá, rangar ákvarðanir. Það er kalt á toppnum eins og Arnar hefur nefnt en þá er þetta bara stundum svona.“

Ingvar kom aftur inn í byrjunarliðið í dag eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann segir að það sé auðveldara að koma til baka inn í svona leiki.

Það var frábært að spila í dag. Það er auðveldara að koma til baka í svona leik eftir að hafa verið úti í þrjár til fjórar vikur. Ég er kominn með þrjú til fjögur hundruð leiki undir beltið og þá er þetta ekkert mál. Smá hikst í byrjun en svo bara geggjað að koma inn í svona leiki. Frábær stemning og vonandi verður þetta svona áfram.“ 

Viðtalið við Ingvar má finna í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir