Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   þri 18. júní 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan var fín. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað bara frábær og skemmtilegur leikur. Svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta.“ sagði Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Val í kvöld á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar duttu mjög aftarlega á völlinn eftir að hafa komist yfir í 2-1.

Það er eitthvað sem gerist ómeðvitað. Kannski förum við of snemma í það að reyna að hægja á leiknum og keyra tempóið niður því við hefðum alveg getað keyrt yfir þá. Þetta var vafasamir dómar. Það er ekki gaman að tala um dómgæslu en Niko Hansen átti að fá víti í fyrri hálfleik og þeir fá mjög ódýr víti. Seinna vítið er aldrei víti. Hann ætlar ekki að dæma víti eins og sést á viðbrögðunum hans. Svo láta þeir heyra í sér og þá er dæmt. Svona bara er þetta.

Ingvar sagðist vera búinn að sjá atvikin aftur en hvað hugsaði Ingvar eftir snertinguna?

Ég hugsaði bara að hann væri aldrei að fara að dæma. Ég skil ekki ennþá hvernig hann fær út að þetta sé vítaspyrna. Mér finnst það mjög skrýtið. En það eru fleiri en bara hann. Línuvörðurinn á að sjá þetta. Þetta er ekki neitt neitt. Svona er þetta. Hann dæmdi víti og Gylfi tók tvö frábær víti. Svona er þetta.

Heilt yfir var Ingvar ekki sáttur með dómgæsluna þar sem þeir tóku þrjár stórar ákvarðanir rangar samkvæmt honum.

Ég veit að þeir sé að reyna að gera sitt besta. En í svona stórleik er svakalega dýrt að vera að gera svona mistök. En svona er þetta, fyrir fram hefði ég tekið eitt stig en ekki kannski hvernig leikurinn þróaðist.“

Ingvar telur að umræðan um Víkinga og dómara gæti mögulega haft einhver áhrif á ákvarðanartöku dómarana.

Ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þetta eru tvær, jafnvel þrjár með vítinu sem við áttum að fá, rangar ákvarðanir. Það er kalt á toppnum eins og Arnar hefur nefnt en þá er þetta bara stundum svona.“

Ingvar kom aftur inn í byrjunarliðið í dag eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann segir að það sé auðveldara að koma til baka inn í svona leiki.

Það var frábært að spila í dag. Það er auðveldara að koma til baka í svona leik eftir að hafa verið úti í þrjár til fjórar vikur. Ég er kominn með þrjú til fjögur hundruð leiki undir beltið og þá er þetta ekkert mál. Smá hikst í byrjun en svo bara geggjað að koma inn í svona leiki. Frábær stemning og vonandi verður þetta svona áfram.“ 

Viðtalið við Ingvar má finna í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner