Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júlí 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Edda er neyðarmarkvörður okkar núna"
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Edda Garðarsdóttir var á skýrslu hjá Þrótti gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna síðastaliðið föstudagskvöld.

Hún var skráð sem varamarkvörður liðsins. Edda, sem er 41 árs, er fyrrum landsliðsmiðjumaður. Hún spilaði meira en 100 A-landsleiki sem miðjumaður.

Friðrika Arnardóttir, sem er varamarkvörður Þróttar, var að glíma við veikindi og gat því ekki verið með gegn FH.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, segir að það sé erfitt að finna markverði á Íslandi.

„Það eru ekki margir markverðir á Íslandi og það eru enn nokkur ár í næsta markvörð úr unglingastarfi okkar. Edda er neyðarmarkvörður okkar núna," sagði Nik eftir sigurinn á FH í undanúrslitunum.

Edda er aðstoðarþjálfari Þróttar, ásamt því að vera neyðarmarkvörður.

Sjá einnig:
Edda Garðars lék í marki Þróttar gegn Fylki
Athugasemdir
banner
banner
banner