Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 18. júlí 2021 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Viljum setja standard í öllu sem við gerum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fór með Blikaliðið á sínar uppeldisstöðvar í dag og tók með sér eitt stig af Meistaravöllum eftir 1-1 jafntefli við KR.

„Eins og leikurinn þróaðist er ég bara sáttur við stigið en við fengum alveg færi hérna í lokin til að skora annað mark. Ég held þó að þegar á botninn er hvolft þá voru jafntefli sanngjörn úrslit."

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Blikar stóðu aftarlega í fyrri hálfleik, óvenju aftarlega.

„Við lögðum upp með það að byrja aðeins aftar en venjulega og vinna okkur svo framar. KR er bara þannig lið að þegar þeir komast í taktinn þá eru þeir hættulegir. Við vildum staðsetja okkur þannig til að klára það sem gerir þá hættulega og mér fannst við halda þeim ágætlega í dag."

Blikar eru á fleiri vígstöðvum þessa dagana, í miðju Evrópuverkefni, það þýðir ólíka nálgun.

„Við viljum gera allt vel og setja standard í öllu sem við gerum, hvort sem það er að spila við KR á útivelli eða hvernig morgunmat við snæðum í Evrópuferðum. Það er ekki auðvelt að skipta úr Evrópuleikjum yfir í deildina, það hefur reynst mönnum erfitt en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn til að taka milli verkefna og það er ég ánægðastur með."

Framundan er ferðalag til Vínar.

„Það er auðvitað frábært verkefni og mikið tækifæri fyrir þessa stráka að taka þátt í. Það er hægt að finna miklu erfiðari vinnu en að undirbúa sig undir öll þessi verkefni, það að höndla slíkt vel sýnir hvort lið er að þroskast eða ekki."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner