Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
Sölvi: Vorum til í slagsmál og með yfirhöndina í návígjum
Davíð Smári: Komust upp með að væla og liggja í grasinu
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
   sun 18. júlí 2021 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Viljum setja standard í öllu sem við gerum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fór með Blikaliðið á sínar uppeldisstöðvar í dag og tók með sér eitt stig af Meistaravöllum eftir 1-1 jafntefli við KR.

„Eins og leikurinn þróaðist er ég bara sáttur við stigið en við fengum alveg færi hérna í lokin til að skora annað mark. Ég held þó að þegar á botninn er hvolft þá voru jafntefli sanngjörn úrslit."

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Blikar stóðu aftarlega í fyrri hálfleik, óvenju aftarlega.

„Við lögðum upp með það að byrja aðeins aftar en venjulega og vinna okkur svo framar. KR er bara þannig lið að þegar þeir komast í taktinn þá eru þeir hættulegir. Við vildum staðsetja okkur þannig til að klára það sem gerir þá hættulega og mér fannst við halda þeim ágætlega í dag."

Blikar eru á fleiri vígstöðvum þessa dagana, í miðju Evrópuverkefni, það þýðir ólíka nálgun.

„Við viljum gera allt vel og setja standard í öllu sem við gerum, hvort sem það er að spila við KR á útivelli eða hvernig morgunmat við snæðum í Evrópuferðum. Það er ekki auðvelt að skipta úr Evrópuleikjum yfir í deildina, það hefur reynst mönnum erfitt en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn til að taka milli verkefna og það er ég ánægðastur með."

Framundan er ferðalag til Vínar.

„Það er auðvitað frábært verkefni og mikið tækifæri fyrir þessa stráka að taka þátt í. Það er hægt að finna miklu erfiðari vinnu en að undirbúa sig undir öll þessi verkefni, það að höndla slíkt vel sýnir hvort lið er að þroskast eða ekki."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner