Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 18. júlí 2021 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Viljum setja standard í öllu sem við gerum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fór með Blikaliðið á sínar uppeldisstöðvar í dag og tók með sér eitt stig af Meistaravöllum eftir 1-1 jafntefli við KR.

„Eins og leikurinn þróaðist er ég bara sáttur við stigið en við fengum alveg færi hérna í lokin til að skora annað mark. Ég held þó að þegar á botninn er hvolft þá voru jafntefli sanngjörn úrslit."

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Blikar stóðu aftarlega í fyrri hálfleik, óvenju aftarlega.

„Við lögðum upp með það að byrja aðeins aftar en venjulega og vinna okkur svo framar. KR er bara þannig lið að þegar þeir komast í taktinn þá eru þeir hættulegir. Við vildum staðsetja okkur þannig til að klára það sem gerir þá hættulega og mér fannst við halda þeim ágætlega í dag."

Blikar eru á fleiri vígstöðvum þessa dagana, í miðju Evrópuverkefni, það þýðir ólíka nálgun.

„Við viljum gera allt vel og setja standard í öllu sem við gerum, hvort sem það er að spila við KR á útivelli eða hvernig morgunmat við snæðum í Evrópuferðum. Það er ekki auðvelt að skipta úr Evrópuleikjum yfir í deildina, það hefur reynst mönnum erfitt en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn til að taka milli verkefna og það er ég ánægðastur með."

Framundan er ferðalag til Vínar.

„Það er auðvitað frábært verkefni og mikið tækifæri fyrir þessa stráka að taka þátt í. Það er hægt að finna miklu erfiðari vinnu en að undirbúa sig undir öll þessi verkefni, það að höndla slíkt vel sýnir hvort lið er að þroskast eða ekki."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner