Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 18. júlí 2021 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Viljum setja standard í öllu sem við gerum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fór með Blikaliðið á sínar uppeldisstöðvar í dag og tók með sér eitt stig af Meistaravöllum eftir 1-1 jafntefli við KR.

„Eins og leikurinn þróaðist er ég bara sáttur við stigið en við fengum alveg færi hérna í lokin til að skora annað mark. Ég held þó að þegar á botninn er hvolft þá voru jafntefli sanngjörn úrslit."

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Blikar stóðu aftarlega í fyrri hálfleik, óvenju aftarlega.

„Við lögðum upp með það að byrja aðeins aftar en venjulega og vinna okkur svo framar. KR er bara þannig lið að þegar þeir komast í taktinn þá eru þeir hættulegir. Við vildum staðsetja okkur þannig til að klára það sem gerir þá hættulega og mér fannst við halda þeim ágætlega í dag."

Blikar eru á fleiri vígstöðvum þessa dagana, í miðju Evrópuverkefni, það þýðir ólíka nálgun.

„Við viljum gera allt vel og setja standard í öllu sem við gerum, hvort sem það er að spila við KR á útivelli eða hvernig morgunmat við snæðum í Evrópuferðum. Það er ekki auðvelt að skipta úr Evrópuleikjum yfir í deildina, það hefur reynst mönnum erfitt en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn til að taka milli verkefna og það er ég ánægðastur með."

Framundan er ferðalag til Vínar.

„Það er auðvitað frábært verkefni og mikið tækifæri fyrir þessa stráka að taka þátt í. Það er hægt að finna miklu erfiðari vinnu en að undirbúa sig undir öll þessi verkefni, það að höndla slíkt vel sýnir hvort lið er að þroskast eða ekki."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner