Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 18. júlí 2021 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Viljum setja standard í öllu sem við gerum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson fór með Blikaliðið á sínar uppeldisstöðvar í dag og tók með sér eitt stig af Meistaravöllum eftir 1-1 jafntefli við KR.

„Eins og leikurinn þróaðist er ég bara sáttur við stigið en við fengum alveg færi hérna í lokin til að skora annað mark. Ég held þó að þegar á botninn er hvolft þá voru jafntefli sanngjörn úrslit."

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Blikar stóðu aftarlega í fyrri hálfleik, óvenju aftarlega.

„Við lögðum upp með það að byrja aðeins aftar en venjulega og vinna okkur svo framar. KR er bara þannig lið að þegar þeir komast í taktinn þá eru þeir hættulegir. Við vildum staðsetja okkur þannig til að klára það sem gerir þá hættulega og mér fannst við halda þeim ágætlega í dag."

Blikar eru á fleiri vígstöðvum þessa dagana, í miðju Evrópuverkefni, það þýðir ólíka nálgun.

„Við viljum gera allt vel og setja standard í öllu sem við gerum, hvort sem það er að spila við KR á útivelli eða hvernig morgunmat við snæðum í Evrópuferðum. Það er ekki auðvelt að skipta úr Evrópuleikjum yfir í deildina, það hefur reynst mönnum erfitt en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn til að taka milli verkefna og það er ég ánægðastur með."

Framundan er ferðalag til Vínar.

„Það er auðvitað frábært verkefni og mikið tækifæri fyrir þessa stráka að taka þátt í. Það er hægt að finna miklu erfiðari vinnu en að undirbúa sig undir öll þessi verkefni, það að höndla slíkt vel sýnir hvort lið er að þroskast eða ekki."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner