Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 18. júlí 2022 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
„Það er æðislegt, yndislegt að fá að sjá hana aftur á vellinum"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Foreldrar landsliðsfyrirliðans, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, eru mætt til Rotherham í Englandi þar sem þau ætla að fylgjast með leik Íslands og Frakklands í kvöld.

Guðrún Valdís Arnardóttir og Gunnar Svavars­son, foreldrar Söru eru búin að fara á alla leikina á mótinu til þessa.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Sara eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári. Hún er núna mætt aftur út á völl - þar sem henni líklega líður best - að leið íslenska landsliðið.

„Það er æðislegt, yndislegt að fá að sjá hana aftur á vellinum. Við elskum að sjá hana spila," segir Guðrún Valdís, móðir Söru.

„Þetta var erfitt þegar hún var ekki að spila, en hún er komin aftur núna og það er æðislegt," segir faðir hennar, Sigurður.

Þau voru svo spurð út í skrefið sem Sara er að taka til Ítalíu, til Juventus.

„Þetta er mjög spennandi. Við förum í september og kíkjum á einn, tvo leiki."

Þau eru bjartsýn og spá sigri Íslands, og aldrei að vita nema Sara nái að skora.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner