Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Joachim Löw hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Þýski þjálfarinn Joachim Löw er sagður hafa áhuga á því að taka við enska karlalandsliðinu.

Löw vann hjá þýska fótboltasambandinu frá 2004 til 2021. Fyrst sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari en hann stýrði karlalandsliðinu í fimmtán ár og gerði það að heimsmeisturum árið 2014.

Samkvæmt Sun hefur hann áhuga á því að ræða við enska fótboltasambandið varðandi landsliðsþjálfarastöðu karlalandsliðsins.

Gareth Southgate hætti með landsliðið eftir úrslitaleik Evrópumótsins en hann kom liðinu í úrslit EM tvisvar sinnum og í undanúrslit HM 2018.
Athugasemdir
banner
banner