Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Hilmar Árni skaut Stjörnunni áfram - Fara til Eistlands
Mark Hilmars kom Stjörnunni áfram
Mark Hilmars kom Stjörnunni áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason skoraði þriðja mark sitt í keppninni
Emil Atlason skoraði þriðja mark sitt í keppninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linfield 3 - 2 Stjarnan (Samanlagt, 3-4)
1-0 Guðmundur Kristjánsson ('7 , sjálfsmark)
1-1 Emil Atlason ('57 )
2-1 Matthew Orr ('70 )
3-1 Matthew Fitzpatrick ('75 )
3-2 Hilmar Árni Halldórsson ('88 )
Lestu um leikinn

Hilmar Árni Halldórsson skaut Stjörnumönnum áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu með marki undir blálokin í 3-2 tapi gegn Linfield í Belfast á Norður-Írlandi í kvöld.

Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-0 sigrinum á Samsung-vellinum í síðustu viku og þurfti Linfield því að vinna upp tveggja marka forskot Garðbæinga.

Ekki byrjaði það vel fyrir Stjörnumenn. Guðmundur Kristjánsson stýrði fyrirgjöf í eigið net á 7. mínútu leiksins. Þetta gaf Linfield von, sem ógnaði verulega í fyrri hálfleiknum á meðan Stjörnumenn komust í góðar stöður en náðu ekki gera sér nægilega mikið mat úr þeim.

Stjörnumenn komu sterkari inn í síðari hálfleikinn og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar skoraði Emil þriðja mark sitt í einvíginu er hann skallaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Gestirnir fengu færin til að gera út um einvígið á næstu mínútum en nýttu ekki og þá refsaði Linfield með tveimur mörkum á fimm mínútum.

Fyrst skoraði Matthew Orr með skalla eftir fyrirgjöf á 70. mínútu áður en Matthew Fitzpatrick nýtti sér klaufagang í vörn Stjörnunnar er þeir reyndu að spila sig úr vörninni. Fitzpatrick fékk boltann, náði að snúa og skjóta boltanum í netið.

Heimamenn reyndu að gera út um leikinn á næstu mínútum en fengu í stað þess mark í andlitið á 88. mínútu. Haukur Örn Brink fékk boltann upp vinstri vænginn. kom honum fyrir markið. Emil Atla lét boltann fara í gegnum klofið á sér og fyrir aftan hann var Hilmar Árni Halldórsson mættur til að afgreiða boltann í netið.

Chris Shield, leikmaður Linfield, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að sparka Hauk niður. Það var það síðasta sem gerðist í þessum leik.

Stjarnan er komin áfram í 2. umferð í forkeppninni og mætir næst Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Leikirnir fara fram 25. júlí og 1. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner