banner
   sun 18. ágúst 2019 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mario Balotelli til Brescia (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Mario Balotelli er kominn aftur til Ítalíu, heimalands síns. Hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Bresica, sem eru nýliðar í Seríu A.

Hinn 29 ára gamli Balotelli var félagslaus eftir að samningur hans hjá Marseille rann út.

Brasilíska félagið Flamengo var einnig á eftir Balotelli en hann ákvað að snúa aftur heim til Ítalíu.

Balotelli mun byrja tímabilið í fjögurra leikja banni eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir tæklingu í síðasta leik sínum með Marseille í franska boltanum.

Ítalska úrvalsdeildin hefst aftur um næstu helgi og mætir Brescia þá Cagliari á útivelli.

Balotelli, sem hefur oft lent í vandræðum utan vallar, vonast til þess að þessi félagaskipti hjálpi sér að komast aftur í ítalska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner