Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fim 18. ágúst 2022 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Guðni Þór: Góðir markmenn vinna stig segir gömul klisja
Lengjudeildin
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK í Lengjudeild kvenna, var nokkuð sáttur við stigið sem liðið fékk í markalausa jafnteflinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 HK

HK átti nokkra góða sénsa í leiknum en það átti FH líka. Markverðir liðanna áttu stórleik en Guðni sætti sig við stigið.

„Við vildum koma hérna og vinna leik en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og markverðir beggja liða í aðalhlutverkum þá verðum við að virða stigið og erum bara nokkuð sáttar með það."

„Við vildum koma hingað og setja pressu á FH og horfa upp fyrir okkur. Planið var að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera vel í sumar og spila okkar leik. Við höfum verið að bæta okkur í hverri viku og erum á réttri leið. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði fyrir baráttu og dugnað og að hafa klárað þetta."

„Margar stelpur sem spiluðu í gegnum sársauka og verk. Isabella fór meidd útaf og þær sem komu inná stóðu sig vel sem tóku við keflinu og lögðu sig alla fram. Við uppskárum gott stig,"
sagði Guðni.

Audrey Rose Baldwin, markvörður HK, átti góðan dag í markinu, en hann hefur verið virkilega sáttur við hennar frammistöðu í sumar.

„Lóa sjúkraþjálfari tjaslaði henni saman fyrir leik. Virkilega frábær frammistaða hjá henni og búin að vera virkilega frábær í sumar og var frábær í dag. Hún tók stórar markvörslur og góðir markmenn vinna stig segir gömul klisja," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann fer yfir meiðsli og toppbaráttuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner