

Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK í Lengjudeild kvenna, var nokkuð sáttur við stigið sem liðið fékk í markalausa jafnteflinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 0 - 0 HK
HK átti nokkra góða sénsa í leiknum en það átti FH líka. Markverðir liðanna áttu stórleik en Guðni sætti sig við stigið.
„Við vildum koma hérna og vinna leik en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og markverðir beggja liða í aðalhlutverkum þá verðum við að virða stigið og erum bara nokkuð sáttar með það."
„Við vildum koma hingað og setja pressu á FH og horfa upp fyrir okkur. Planið var að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera vel í sumar og spila okkar leik. Við höfum verið að bæta okkur í hverri viku og erum á réttri leið. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði fyrir baráttu og dugnað og að hafa klárað þetta."
„Margar stelpur sem spiluðu í gegnum sársauka og verk. Isabella fór meidd útaf og þær sem komu inná stóðu sig vel sem tóku við keflinu og lögðu sig alla fram. Við uppskárum gott stig," sagði Guðni.
Audrey Rose Baldwin, markvörður HK, átti góðan dag í markinu, en hann hefur verið virkilega sáttur við hennar frammistöðu í sumar.
„Lóa sjúkraþjálfari tjaslaði henni saman fyrir leik. Virkilega frábær frammistaða hjá henni og búin að vera virkilega frábær í sumar og var frábær í dag. Hún tók stórar markvörslur og góðir markmenn vinna stig segir gömul klisja," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann fer yfir meiðsli og toppbaráttuna.
Athugasemdir