Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Maður gæti séð Ronaldo blómstra í þessu Chelsea liði"
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo og Pierre-Emerick Aubameyang eru leikmenn sem hafa verið orðaðir við Chelsea að undanförnu.


Talið er að Aubameyang, fyrrum framherji Arsenal sé efstur á óskalista Thomas Tuchel stjóra Chelsea.

Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke settust niður með Stefáni Marteini Ólafssyni stuðningsmanni Chelsea og ræddu síðustu umferð Enska boltans.

„Havertz er með helvíti langt líf eftir markið í Champions League. Hann er með sex mörk að meðaltali í deild síðustu tvö ár, það þarf að vera meira hjá framherja í Chelsea ef liðið ætlar að gera sig gildandi um titla," sagði Stefán.

Hann var spurður hvort hann væri meira til í að sjá Aubameyang eða Ronaldo hjá Chelsea.

„Ég tæki alltaf Ronaldo í eitt ár, ég held að hann myndi gera helling fyrir menn eins og Armando Broja til dæmis. Hann myndi gera meira fyrir okkur. Einhverjir tala um að hann sé kannski erfiður í klefa og svona, munurinn á Chelsea og Man Utd í dag er að við erum með svo miklu sterkari karaktera," sagði Stefán.

„Á meðan Ronaldo er með einhverja stæla þá er Harry Maguire ekki að fara gera neitt. Thiago Silva eða Koulibaly eru að fara rikkja honum niður."

„Maður gæti séð hann blómstra í þessu Chelsea liði," sagði Guðmundur.

„Ég vil ekki einu sinni fara út í pælinguna með þessa 'krossa' frá Reece James í boxið þegar Ronaldo er þarna inn í. Á móti kemur þá myndi það fækka tækifærum Kai Havertz," sagði Stefán.


Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner