Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. ágúst 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurft að bíða lengi eftir tíma með sérfræðing
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, meiddist illa í leik gegn Selfossi í Bestu deild kvenna á dögunum.

Álfhildur þurfti að yfirgefa leikinn í sjúkrabíl. Hún meiddist á öxl og virkaði sárþjáð er hún yfirgaf Laugardalinn.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var spurður út í meiðslin eftir síðasta leik gegn ÍBV.

„Hún þarf að hitta sérfræðing en það gerist ekki fyrr en í næstu viku. Allir læknarnir hérna fara í frí á sumrin og það hjálpar okkur ekki," sagði Nik.

„Þetta lítur ekki vel út. Hún verður klárlega frá í nokkrar vikur og getur mögulega náð einhverjum leikjum í lok tímabilsins. Við verðum að sjá hvað sérfræðingurinn segir."

Það er vonandi að Álfhildur jafni sig fljótt og vel, en þetta er svekkjandi niðurstaða fyrir Þróttara sem leyfa sér enn að dreyma um að ná öðru sæti deildarinnar - Meistaradeildarsæti.
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner