Það var ömurlegt atvik í opnunarleik úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem Liverpool fékk Bournemouth í heimsókn á Anfield.
Stuðningsmaður var leiddur út af lögreglu í miðjum leik þar sem hann gerðist sekur um að beita Antoine Semenyo, leikmanni Bournemouth, kynþáttafordómum.
Semenyo hélt áfram að spila og skoraði bæði mörk liðsins. Liverpool komst í tveggja marka forystu en Semenyo skoraði þá tvö mörk í röð en mörk frá Federico Chiesa og Mohamed Salah tryggðu Liverpool stigin þrjú.
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, var í áfalli eftir atvikið.
Stuðningsmaður var leiddur út af lögreglu í miðjum leik þar sem hann gerðist sekur um að beita Antoine Semenyo, leikmanni Bournemouth, kynþáttafordómum.
Semenyo hélt áfram að spila og skoraði bæði mörk liðsins. Liverpool komst í tveggja marka forystu en Semenyo skoraði þá tvö mörk í röð en mörk frá Federico Chiesa og Mohamed Salah tryggðu Liverpool stigin þrjú.
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, var í áfalli eftir atvikið.
„Þetta er algjörlega óásættanlegt. Ég er í áfalli að þetta gerist á þessum tímum. Ég veit ekki hvernig Semenyo hélt áfram að spila og skoraði mörkin," sagði Iraola.
„Hann er dálítið sár. Það þarf að gera eitthvað í þessu. Að taka hné hefur ekki gert neitt gagn. Við studdum hann og vonandi verður í lagi með hann. Ég hefði farið strax til dómarans. Það sýnir hvernig mann hann hefur að geyma að hann hafi látið dómarann vita og haldið áfram."
„Ég finn aðallega fyrir reiði. Ég sagði við dómarann að ég vildi láta fjarlægja manninn strax en lögreglan græjaði það. Leikmenn Liverpool sýndu mikinn stuðning. Við höfum rætt við úrvalsdeildina um þetta svo þeir verða að taka þessu alvarlega. Ég veit ekki hvað við getum gert meira. Við höfum gert ýmislegt en það er enginn að átta sig á þessu. Ég vorkenni Semenyo að hann hafi þurft að þola þetta. Öll þjóðin er að horfa og þetta er hneykslanlegt," sagði Iraola að lokum.
Athugasemdir