Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki skot á markið í fyrsta sinn í 578 leikjum
Ömurlegt kvöld fyrir Real Madrid.
Ömurlegt kvöld fyrir Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid átti ekki góðan leik í kvöld þegar liðið tapaði 3-0 gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.

Gracenote Live tekur það saman að þetta sé í fyrsta sinn síðan 2006 sem Real Madrid vinnur ekki fyrsta leik sinn á tímabilinu í Meistaradeildinni.

Þá kemur það fram í textalýsingu BBC að þetta sé í fyrsta sinn síðan 2003/04, frá því Opta hóf mælingar, að Real á ekki skot á markið í leik í Meistaradeildinni.

MisterChip (Alexis) er með 2,9 milljónir fylgjenda á Twitter og birtir þar tölfræðimola. Hann bætir við þetta og segir að þetta sé í fyrsta sinn í 10 ár sem að Real Madrid á ekki skot á markið, í fyrsta sinn í 578 leikjum.

Hreint út sagt ekki gott kvöld hjá Madrídingum í höfuðborg Frakklands.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner