Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 18. september 2019 14:55
Magnús Már Einarsson
Tammy Abraham: Tökum reiðina út gegn Liverpool
Tammy Abraham, framherji Chelsea, var reiður og svekktur eftir 1-0 tap gegn Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Tammy segist ætla að taka reiðina út gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

„Það mun reyna á karakterinn hjá okkur. Við getum tekið reiðina út gegn Liverpool," sagði Abraham.

„Þetta er risa leikur og bæði lið vilja sigur. Okkur hlakkar til að kvitta fyrir þetta (tapið í gær). Við erum ennþá snemma á tímabilinu og við erum brjálaðir yfir tapinu í dag (í gær). Það eru fimm leikir eftir í riðlinum og við verðum að vinna þá," sagði Abraham.

„Við erum auðvitað vonsviknir. Við spiluðum ekki okkar besta fótbolta. Valencia kom hingað og stöðvaði okkur í að spila eins og við viljum og þeir verða að fá hrós fyrir það."

„Það verða upp og niðursveiflur á þessu tímabili. Við þurfum að halda áfram í stað þess að staldra of lengi við þetta."

Athugasemdir
banner
banner