Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 18. september 2022 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Abraham: Einmanalegt í fremstu víglínu hjá Chelsea
Abraham í búningi Chelsea ásamt Ngolo Kante og Hakim Ziyech
Abraham í búningi Chelsea ásamt Ngolo Kante og Hakim Ziyech
Mynd: Getty Images
Það virðast vera álög á treyju númer 9 hjá Chelsea en margir heimsklassa framherjar hafa ekki tekist að ná fram sínu besta í henni.

Fernando Torres, Radamel Falcao og Gonzalo Higuain svo einhverjir séu nefndir hafa spilað í treyju númer níu hjá Chelsea og það hefur ekki gengið sem skildi.

Romelu Lukaku var síðast í henni en náði sér alls ekki á strik. Hann hefur hins vegar staðið sig með prýði hjá Inter undanfarin ár.

Sömu sögu má segja um Tammy Abraham sem skoraði 27 mörk í öllum keppnum fyrir Roma á síðustu leiktíð. Hann byrjaði vel undir stjórn Frank Lampard hjá Chelsea en það fór að halla undan fæti þegar Thomas Tuchel tók við.

„Ég man að Lukaku sagði að hann snéri meira að markinu hjá Inter miðað við hjá Chelsea þar sem þetta snérist meira um að vera með í spilinu," sagði Abraham.

„Það fékk mig til að hugsa til baka og bera þetta saman við leikstílinn minn núna. Miðjan og vörnin skiptir svo miklu máli hjá Chelsea, það er einmanalegt í fremstu víglínu og það getur verið erfitt. Það er ekki rétt að segja að það séu álög á níunni, það eru mismunandi ástæður hjá hverjum og einum, það er heiður að hafa spilað með þessu félagi."

Abraham er kominn með tvö mörk í sex leikjum fyrir Roma á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner