Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 18. september 2022 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea nálægt því að landa Christoph Freund frá Salzburg
Mynd: EPA

Chelsea er nálægt því að krækja í Christoph Freund sem yfirmann fótboltamála hjá sér.


Freund hefur verið íþróttastjóri hjá RB Salzburg undanfarin ár og starfað þar við frábæran orðstír. Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Erling Haaland, Sadio Mane, Naby Keita og Dayot Upamecano sem notuðu allir Salzburg sem stökkpall.

Fabrizio Romano greinir frá þessu. Hann segir að Freund sé búinn að ræða við Salzburg um starfstilboðið og að hann sé tilbúinn til að færa sig um set.

Freund mun starfa samhliða Graham Potter sem var ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri á dögunum eftir að Thomas Tuchel var rekinn.


Athugasemdir
banner