Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   mán 18. september 2023 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Forest og Burnley: Jói Berg byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Nottingham Forest

Nottingham Forest tekur á móti Burnley í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Byrjunarliðin hafa verið staðfest og byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á miðjunni hjá Burnley.


Steve Cooper, stjóri Forest, gefur Ibrahim Sangaré og Callum Hudson-Odoi tækifæri í byrjunarliðinu eftir að félagið keypti þá á lokadegi félagsskiptagluggans.

Sangare kemur inn á miðjuna fyrir meiddan Danilo á meðan Hudson-Odoi kemur inn fyrir Ryan Yates. Þá fá Anthony Elanga og Gonzalo Montiel einnig tækifæri með byrjunarliðinu og detta Willy Boly og Serge Aurier úr hópnum.

Odysseas Vlachodimos er á bekknum hjá Forest ásamt Nicolas Dominguez, Divock Origi og Nuno Tavares.

Vincent Kompany gerir tvær breytingar á byrjunarliði Burnley sem tapaði 5-2 gegn Tottenham í síðustu umferð. Charlie Taylor og Josh Brownhill, fyrirliði, koma inn í byrjunarliðið fyrir Dara O'Shea og Sander Berge.

"Nott. Forest: Turner, Worrall, McKenna, Montiel, Aina, Mangala, Sangare, Elanga, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Awoniyi
Varamenn: Viachodimos, Tavares, Kouyate, Wood, Santos, Domínguez, Niakhaté, Yates, Origi

Burnley: Trafford, Al Dakhil, Roberts, Taylor, Beyer, Guðmundsson, Cullen, Brownhill, Koleosho, Amdouni, Foster
Varamenn: Muric, Cork, Rodriguez, Benson, Berge, Zaroury, Ramsey, Ndayishimiye, Delcroix


Athugasemdir
banner