Katarska félagið Al Ahli SC er búið að krækja í þýska sóknartengiliðinn Julian Draxler sem kemur til félagsins úr röðum PSG.
Hann mun þó hvorki leika með Anthony Modeste og félögum í Al-Ahly í Egyptalandi né með Roberto Firmino, Riyad Mahrez og félögum í Al-Ahli í Sádí-Arabíu.
Í katarska Al Ahli verður Draxler langstærsta stjarnan, en félagið endaði í áttunda sæti katörsku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Draxler, sem verður þrítugur á næstu dögum, hefur verið samningsbundinn PSG síðan í janúar 2017 og er búist við að hann hafi fengið risasamning frá Al Ahli.
Draxler gerir tveggja ára samning við félagið en hann lék á láni hjá Benfica á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði tvö mörk í átján leikjum.
Hann kom í heildina að 67 mörkum í 198 leikjum á fimm og hálfu ári í París.
Al Ahli er sagt greiða um 20 milljónir evra fyrir Draxler, sem er mjög mikill peningur í ljósi þess að hann er metinn á 6 milljónir á vefsíðu transfermarkt.
?????? #?????? ?????????????? ?????? ?????? ?? ????? ???????? ??????? ???? ??????
— ?????? ?????? ??????? (@ahliqat) September 18, 2023
????: https://t.co/eUNPxNa32T pic.twitter.com/ITdtasPvQj