Leon Goretzka er ekki sáttur við sína stöðu hjá Bayern Munchen. Þýski miðjumaðurinn er í aukahlutverki hjá Bayern; á eftir Aleskandar Pavlovic, Joao Palhinha og Joshua Kimmich á miðjunni. Bæði Manchester United og West Ham hafa fylgst með Goretzka í talsverðan tíma en hann er samningsbundinn Bayern fram á sumarið 2026.
„Við ræddum málin og vorum hreinskilnir frá byrjun," sagði Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
„Við ræddum málin og vorum hreinskilnir frá byrjun," sagði Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
„Leon vissi að við værum að treysta á Pavlo, og að við myndum fá Palhinha inn og að Josh myndi spila meira á miðsvæðinu."
„Við höfum líka sagt að þegar Leon er til staðar og klár í samkeppnina, þá fær hann fullkomlega venjulega meðferð. Leon er frábær náungi, ég kann mjög vel við hann, jafnvel þó að hann sé augljöslega ósáttur þessa stundina. Ég skil það líka. En það er hluti af lífinu í boltanum," sagði Eberl.
VIncent Kompany, stjóri Bayern, ræddi um Goretzka eftir risasigur þýska liðsins gegn Dynamo Zagrebí gær. Goretzka koraði níunda mark Bayern í uppbótartíma.
„Hann er mikilvægur fyrir okkur og verður það áfram. Hann er elskaður af liðinu. Ég er bara með leikmenn sem vilja spila og samþykkja að það er samkeppni um stöður. Hjá Bayern er alltaf auðvelt að tala um einstaklinga. En ég vil tala um liðið, það er mér mikilvægt. Hann er mjög mikilvægur í þessu liði. Hann er að gera vel, en hinir eru líka að gera það."
Goretzka er 29 ára miðjumaður sem kom til Bayern frá Schalke árið 2018.
Athugasemdir