Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 18. september 2024 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Stolt stund sem varð að niðurlægingu - „Fá löðrung ef ég heyri þá segja þetta“
Darrell Clarke
Darrell Clarke
Mynd: Getty Images
Darrell Clarke, stjóri enska C-deildarliðsins Barnsley, var niðurlægður og vonsvikinn eftir að lið hans var tekið í kennslustund á Old Trafford í enska deildabikarnum í kvöld.

Barnsley mætti aldrei til leiks og gat lítið gert til að stöðva United-liðið.

Clarke, sem hefur verið stuðningsmaður United frá blautu barnsbeini, skammaðist sín eftir leikinn og segir að frammistaðan hafi algerlega eyðilagt kvöldið.

„Mínir leikmenn verða að skilja það hvað þarf til þess að verða topp leikmaður. Ef ég heyri leikmann úr mínu liði segja að úrvalsdeildarleikmenn séu slakir þegar þeir eru að horfa á leiki þá mun ég löðrunga þann aðila.“

„Ég lét strákana heyra það inn í klefa. Ég var langt í frá ánægður með frammistöðuna.“

„Ég veit að Man Utd er með heimsklassa leikmenn, en ég var ekki ánægður með hvernig við spiluðum. Ég verð að vera hreinskilinn og var ég mjög vonsvikinn. Ég held að Maels (De Gevigney) hafi verið eini leikmaðurinn sem ég get hrósað.“

„Leikmennirnir voru langt frá því sem þarf til þess að vera álitinn sem frábær Barnsley-maður, hvað þá til þess að vera frábær leikmaður í úrvalsdeildinni.

„Mörkin sem við fengum á okkur og ákvörðunartakan var skelfileg. Persónulega var mikið stolt fyrir mig að koma hingað, en það er búið að eyðileggja þá kvöldstund með þessari frammistöðu,“ sagði Clarke.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner