Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 18. október 2020 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mason ekki aðdáandi Pickford: Gert þetta áður og gerir þetta aftur
Stuðningsmenn Liverpool bíða núna stressaðir fregna af meiðslum varnarmannsins Virgil van Dijk.

Van Dijk fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli gegn Everton í gær. Hann meiddist eftir skelfilega tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton.

Pickford slapp við refsingu þar sem rangstaða var dæmd á Van Dijk.

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham sem starfar núna sem þjálfari í akademíu Spurs, lét Pickford heyra það á samfélagsmiðlinum Twitter eftir tæklinguna.

„Þetta er tækling sem gæti endað feril, hræðileg tækling. Hann heur gert þetta áður og mun gera þetta aftur," skrifaði Mason, en Pickford komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir tæklingu á Dele Alli, leikmanni Tottenham.

Mason er núna búinn að eyða tístinu.


Athugasemdir
banner