Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bataferli Sanchez gengur mjög vel
Mynd: Getty Images
Bataferli Alexis Sanchez gengur vel, en hann er að jafna sig af ökklameiðslum.

Sílemaðurinn er á láni hjá Inter á Ítalíu frá Manchester United en meiddist illa í landsliðsverkefni. Hann þurfti að fara í aðgerð og spilar væntanlega ekki meira á þessu ári.

Piero Volpi, læknir Inter, er bjartsýnn fyrir hönd Sanchez.

„Þetta eru viðkvæm meiðsli, en endurhæfingin hefur gengið mjög vel," sagði Volpi.

„Hann á að snúa aftur um miðjan janúar, en við sjáum til. Hann gæti komið aðeins fyrr til baka ef allt gengur vel."

„Hann er ekki farinn að æfa með bolta, en við vonumst til að hafa fréttir um það á næstu dögum."

Sanchez, sem er þrítugur var keyptur til Manchester United frá Arsenal en náði engan veginn að finna sig á Old Trafford. Hann var því lánaður til Inter síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner