Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hörmuleg vítaspyrna hjá markverði Nuneaton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nuneaton Borough í sjöundu efstu deild Englands fékk vítaspyrnu í leik gegn Stratford Town á laugardag. Það kom stuðningsmönnum mjög á óvart að sjá markvörð liðsins fara á vítapunktinn.

Staðan var enn 0-0 þegar markvörðurinn Tony Breeden setti boltann niður á punktinn til að taka vítaspyrnuna.

Vítaspyrnan var vægast sagt hörmuleg. Boltinn endaði upp í stúku og lenti þar í ljósi. Festingarnar sem héldu ljósinu uppi losnuðu, en afleiðingarnar má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Sem betur fer fyrir Breeden þá vann Nuneaton leikinn þrátt fyrir vítaspyrnuklúðrið. Leikurinn endaði 2-0.

Nuneaton fékk aðra vítaspyrnu stuttu eftir klúðrið og skiljanlega fékk Breeden ekki annað tækifæri.

Myndband má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner