Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Piatek: Tímaspursmál hvenær ég byrja að raða inn mörkunum
Mynd: Getty Images
Krzysztof Piatek gaf ítarlegt viðtal við TVP Sport í gær, degi eftir að hafa skorað sigurmark Póllands gegn Ísrael í undankeppni EM.

Piatek gekk í raðir Genoa í fyrra og átti frábæran fyrri hluta tímabils. Hann var seldur til AC Milan fyrir 38 milljónir evra í janúar og byrjaði vel hjá félaginu. Það hefur þó hallað undan fæti og er Piatek aðeins kominn með þrjú mörk í tólf deildarleikjum í haust.

„Ég kostaði 38 milljónir og er markmiðið mitt að vera 60-70 milljóna virði næst þegar ég skipti um félag. Það er mikilvægt að hafa metnað og ég mun leggja mig allan fram við að ná þessu markmiði. Eftir allt þá er ferillinn minn sem atvinnumaður bara nýbyrjaður," sagði Piatek.

„Á upphafi tímabils vorum við ekki að skapa mikið af færum, sem er mjög slæmt fyrir sóknarmann eins og mig. Núna erum við að skána og það er bara tímaspursmál hvenær ég byrja að raða inn mörkunum aftur. Fyrir ítölskum fréttamönnum var ég fótbolta-páfinn einn daginn og svo versti leikmaður heims þann næsta."

Piatek talaði svo um þann mikla mun sem hann finnur á lífi sínu eftir að hafa skipt yfir í ítalska boltann.

„Þetta er bara mitt annað tímabil í stórri deild. Þegar ég fór frá Póllandi var ég með 5000 fylgjendur á Instagram - núna er ég með eina og hálfa milljón. Það mikilvægasta er samt alltaf fótboltinn, ég held fótunum á jörðinni. Ég kann að meta hvern einasta stuðningsmann sem biður um mynd með mér, nema kannski þegar ég er einn úti að borða með konunni."

Piatek er 24 ára gamall og hefur gert 25 mörk í 49 leikjum í Serie A. Þá hefur hann skorað 5 mörk í 10 A-landsleikjum með Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner