Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Guardiola hefur ekkert heyrt frá Bayern
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Orobitg, umboðsmaður Pep Guardiola, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé að taka við Bayern Munchen á nýjan leik.

Niko Kovac var rekinn frá Bayern á dögunum eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt en Hansi Flick stýrir stórliðinu nú tímabundið.

Guardiola vann þrjá þýska meistaratitla í röð hjá Bayern á árunum 2013 til 2016 en hann hefur verið orðaður við endurkomu til félagsins.

„Í fótbolta er ekkert öruggt. Ég ræddi síðast við Pep á miðvikudag og allt er upp á það sama: Honum líður vel hjá Manchester City og í borginni Mancheser. Hann er með samning til 30. júní 2021," sagði Orobitg.

„Enginn nema fjölmiðlar hafa haft samband við mig varðandi framtíð Pep."
Athugasemdir
banner
banner
banner