Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 18. nóvember 2020 14:46
Elvar Geir Magnússon
Kolasinac með Covid-19
Bakvörðurinn Sead Kolasinac hefur greinst með Covid-19 í landsliðsverkefni með Bosníu. Hann er annar leikmaður Arsenal sem greinist með veiruna í þessum landsleikjaglugga.

Kolasinac spilar ekki með Bosníu gegn Ítalíu.

Áður hafði Mohamed Elneny greinst með veiruna í landsliðsverkefni með Egyptalandi og er hann nú í einangrun í Kaíró en er einkennalaus.

Það hefur verið nokkuð mikið um smit í þessum landsliðsglugga.

Arsenal heimsækir Leeds í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag en Arsenal er í ellefta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner