Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mið 18. nóvember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Skiptum fjölgað í ensku neðri deildunum
Félög í ensku neðri deildunum hafa samþykkt að fjölga skiptingum í leikjum upp í fimm í hverjum leik.

Breytingin tekur strax gildi í leikjum helgarinnar.

Ákvörðunin er tekin vegna þess að leikjaálag er óvenjulega mikið á þessu tímabili vegna kórónuveirunnar og mikið hefur verið um meiðsli vegna þessa.

Félög í ensku úrvalsdeildinni kusu gegn því að hafa fimm skiptingar fyrir tímabilið en stjórar í deildinni hafa ítrekað gagnrýnt þá ákvörðun að undanförnu.

Fimm skiptingar eru leyfilegar í flestum deildum Evrópu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner